Mikið hefur verið rætt um að Draumur um Nínu sé besta júró lag sem við höfum sent út í keppni. Athyglisvert fyrir þær sakir að lagið náði einungis 16. sæti. Ég er algjörlega sammála því að þetta sé gott lag - og ekki hvað síst textinn. Sungið til látninnar kærustu en einhvern veginn á þann hátt að manni líður vel - ótrúlega fallegt lag.
Besta vinkona systur minnar til fjölda ára hét Nína. Hún lést stuttu eftir 30 ára afmælisdaginn og ég veit að systir mín hugsar mikið til hennar. Þegar ég heyri Draum um Nínu verður mér alltaf hugsað til Nínu Möggu vinkonu. Þegar þær vinkonurnar voru um tvítugt fékk ég hana Nínu stundum til að gera í minningarbókina mína vegna þess að hún teiknaði svo vel. Síðar meir varð hún listamaður. Blessuð sé minning hennar...
No comments:
Post a Comment