Saturday, October 29, 2005

Klukkið

Jæja. Helgin er komin með bjartasta veður í heimi:-) Hinn fínasti dagur að kveldi kominn. Upphafið var toddu(komdu) bölvunin. Dóttir mín stóð yfir mér klukkan 8 núll núll, eldhress að vana og sagði ströng á svip "toddu". Tilhlýðilegt svar við þessari beiðni er vanalega ekkert annað en "já, elskan..ég er að koma(geisp)". Í dag sagði Sindri "Má ég koma með þér, Elín?" og aldrei þessu vant sagði eldfjallið bara já! Ég fékk því að kúra mig aðeins:-)

Snúðurinn er allur að braggast en var þó svolítið skapvondur. Orðinn mjög þreyttur á endalausri dropagjöf í augu, stílum og tilbreytingarlausri inniveru. Þegar leið á daginn varð skapið þó mun betra vegna þess að góðir gestir létu sjá sig.

Þá er komið að klukkinu. Ég var nú eiginlega að vonast til að sleppa við klukk. Nenni yfirleitt ekki að spá í svona hlutum. But here it goes:

1. Mér finnst ógurlega gott að kúra á morgnana. Fannst það alltaf gott en finnst það margfalt betra núna vegna þess að það gerist allt of sjaldan!

2. Mér finnst notalegt að drekka rauðvín. Þarf ekkert að vera mikið til þess að mér ylji um hjartaræturnar. WUNDERBAR...

3. Ég er voðalega viðkvæm fyrir hávaða. Vil til dæmis helst ekki ryksuga vegna þess að það er svo mikill hávaði í ryksugunni! Á mínu heimili skúra ég því í staðinn fyrir að ryksuga.

4. Skemmtilegasta námskeiðið sem ég sótti í Háskólanum var Stjórnun fyrirtækja. Ég fékk hins vegar bara 8.5 í því en hæsta einkunnin í HÍ var 9.5 í Verkefnastjórnun. Á ég að leggja einhverja merkingu í það?

5. Ég er haldin símafælni. Þessi fælni snýst að öllum símtölum nema þeirra sem hringt er í mömmu. Systkini mín, vinkonur, læknar, hárgreiðslustofur, sjúkraþjálfarar..jú neim it! Ef það er hægt að skrifa tölvupóst reyni ég það fyrst og hef það virkar ekki..hringi ég kannski eftir 2 ár.

Linda símamær

1 comment:

Anonymous said...

Kúra, drekka rauðvín, ekki mikinn hávaða og helst slökkt á símanum... þú ert greinilega mjög tjilluð og afslöppuð! :)