Tuesday, October 11, 2005

Hvar er Fríða?

Síðustu 2 mánudaga hef ég fengið góðan gest sem hefur haldið mér félagsskap meðan maðurinn minn fer á vit ævintýranna í boltaíþróttunum. Þetta er hún Fríða mín. Í kvöld kom engin Fríða. Aumingja ég!

Í dag fékk ég alveg yndislegan póst. Mér er sem sagt boðið að sækja ráðstefnu á Grand Hótel 21. nóvember. Viðfangsefnið er "Internet marketing workshop". Það á að fyrirlesa og vinna í þessu allan daginn. Hádegisverðurinn og allir drykkir einnig í boði hússins. Ég hef ekki hugmynd um það af hverju ég er boðin á þessa ráðstefnu AND GET THIS..ég má taka vin/vinkonu með mér! Er nokkuð 1sti apríl í dag?

Heute fór ég loksins í sjúkraþjálfun vegna skakka hryggsins míns. Ég þarf að fara 2svar í viku í 3-4 vikur og einnig þarf ég að finna einhverja bakvæna leikfimi til að styrkja mig. Vissi einhver að ég er algjör krypplingur!!!

Linda sem er skökk "internet gella" á Fríðulausum mánudegi

2 comments:

Fríða said...

Úps ég bara gleymdi mér. Ég verð bara að reyna að bæta þér þetta. Ég ætla að reyna að finna upp á einhverju sniðugu. :)

Anonymous said...

Hæ, ég fékk einmitt líka boð á þessa ráðstefnu...en svo las ég þetta:
http://www.ruv.is/main/view.jsp?branch=2574128&e342RecordID=114508&e342DataStoreID=2213589