Það er margt skemmtilegt fram undan. Í morgun keypti ég mér miða á fyrstu leiksýninguna sem skunda á til þennan veturinn. Fyrir valinu varð Ávaxtakarfan. Leikhúsfélaginn er ekki hár í loftinu en ákaflega spenntur fyrir förinni.
Hins vegar er ýmislegt sem ég hef hug á að gera í vetur. Auglýst er eftir fólki í eftirfarandi stöður:
1. Samferðamenn á Sigur Rósar tónleika 27. nóvember í Höllinni. Með fyrirvara um að ekki miðaverð fari ekki úr hófi fram.
2. Samferðamenn á nýjasta stykki Vesturports = Woyzeck! Það verður frumsýnt á Íslandi í lok október. Þrusuleikflokkur Vesturport. Á ekki orð til að lýsa því hve frábær uppfærsla þeirra á Rómeó og Júlíu var.
3. Samferðamenn á 40 year old virgin:-) Mér finnst það hljóma eins og fyndin mynd.
4. Samferðamenn í göngutúra. Ekki of miklar fjallgöngur takk en annars er ég til. Sérstaklega í bæjarferðir - kannski með kerru...
5. Kvikmyndahátíðir af öllum gerðum. Er ekki búin að skanna þá sem nú er í gangi og skammast mín fyrir það!
Skráning hér að neðan og komið einnig með hugmyndir;-)
Linda sem er alltaf að rembast eins og rjúpan við staurinn að gera e-ð!
2 comments:
Heyrðu ég skrái mig hér með í alla dagskrárliði.
Mér líst vel á það!!!
Post a Comment