Já, það væri synd að segja að það hefði verið lognmolla á svæðinu undanfarið. Hér er það sem hefur verið að gerast hjá okkur í stuttu máli:
Reynisson
Mikið að gera í skólanum hjá þessum fyr. Spilar körfubolta tvisvar í viku og hefur keppt sinn fyrsta leik í vetur sem var gleðilegt. Minna gleðilegt var að hjólinu hans var stolið meðan hann var í skólanum um daginn :-(
Linda
Mikið að gerast í vinnuni og fór ma. á námskeið í ráðgjafafræðum. Það snerist að mestu um fundatækni sem var mjög áhugavert. Fékk miniflensu um daginn og er nú komin með hrikalegt kvef.
Hefur tekið við hlutverki ritara í styrelsen í bostadsföreningen sem er mikið stuð. Alltaf gaman að hitta "gubbana".
Sindrason
Hefur stundað fimleikaæfingar og fótboltaæfingar af kappi með Adam vini sínum í haust. Um næstu helgi verður mót. Ég sem hélt að prófessorinn mundi aldrei hafa áhuga á fótbolta en jú, viti menn. Hann er bara spenntur.
Hann er líka farinn að fá heimaverkefni í formi lestrar. Hann þykir afar góður í lestri en það er ekkert verra að veita okkur foreldrum aðhald við að æfa hann.
Sindri Dagur varð fyrir því óhappi að skera sig með hnífi í þumalfingurinn í skógarferð með skólanum um daginn. Hann var að tálga sem þykir eðlileg iðja 7 ára strumpa í Svíþjóð. Niðurstaðan fyrir son minn var 10 spor í fingurinn. Hann tekur þessu með stóískri eins og sönnum víkingi sæmir en mamma hans er ekki jafn svöl.
Næsta föstudag ætlar Sindri Dagur að bjóða 3 vinum heim á spilakvöld. Byrjað verður á Spiderman Monopoly og síðan spunnið út frá því. Honum finnst þetta svoooo spennandi.
Ella
Litli sæti sveimhuginn í fjölskyldunni er stöðugt í leit að hnetum, könglum, greinum, steinum og ja..stundum bara hreinlega rusli til að nota í ódauðleg listaverk sín. Hún sýnir lítinn áhuga á að læra á fína Hello Kitty úrið sitt enda er tíminn henni ekki hugleikinn frekar en annað sem er hægt að mæla.
Hún kann hins vegar að lesa og hefur gert lengi. Það er okkur eiginlega hulin ráðgáta af hverju vegna þess að við höfum ekki verið að gefa okkur tíma til að kenna henni.
Ella segist ætla að vinna við dans þegar hún verður stór. Einu sinni í viku dansar hún með Nínu Þorbjörgu og Júlíu vinkomum sínum. Þá förum við í Balettakademien og fáum okkur rúnstykki og beyglur með stelpunum á eftir.
Ellis er líka í fimleikum með Ester sinni á miðvikudögum. Ester og Ella eru vinkonur úr leikskólanum og á mánudögum heimsækja þær hvora aðra. Þær klæða sig í prinsessubúninga,spila prinsessuleikinn hennar Ellu, dansa, gera fimleikaæfingar og annað sem 5 ára krúttmundur finna sig í.
Á kvöldin þegar Ella er að fara að sofa þarf hún alltaf að ræða eitthvað. Hún gerist oft háfleyg þegar hún veit að síðasta orð dagsins nálgast. Í gær sagði hún við mig: "Mamma, ég elska þig meira en lífið sjálft!" og þá heyrðist úr efri kojunni: "Ég líka!".
2 comments:
Nauðsynleg fréttaveita fyrir langeygar ömmur og afa. Sendum kossa og knús!!frá ömmun og afa á K23
Takk, takk fyrir þessar góðu upplýsingar. Kossar og knús frá ömmu og afa á K23
Post a Comment