Wednesday, September 02, 2009

Samræður taka óvænta stefnu

Það er áhugavert að eyða eins og einum degi með veikum syni og komast að því hvernig hann hugsar.

Sindri Dagur ákvað þegar hann var 5 ára að hann ætlaði að giftast vinkonu sinni af leikskólanum. Hann hafði alltaf dáðst að þessari vinkonu sinni en allt í einu var hann viss um að þetta væri daman sín. "Við hlæjum svo mikið saman, mamma" sagði hann og brosti. Okkur þótti þetta ógurlega fyndið þó að við reyndum að láta á litlu bera við þann litla. Hann tilkynnti okkur síðan vorið áður en hann byrjaði í skóla að hann og stelpan væru búin að ákveða að þegar þau yrðu stór mundu þau hittast og láta verða af brúðkaupinu. Það þurfti að hugsa fyrir þessu vegna þess að þau voru á leið í mismunandi skóla.

Enn hefur hann sonur minn hug á að giftast þessari stúlku. Þrátt fyrir þetta á hann 2 vinkonur í skólanum og lítur sérstaklega upp till einnar. En hann vill ekki giftast henni vegna þess að hún er svo frek! Þegar hann var búinn að tjá mér þetta horfði hann á mig og sagði: "mamma, þú ert frek!".

Ég horfði alveg hissa á hann son minn og svaraði: "Ég hélt ég væri aðallega góð." Hann samþykkti það og brosti kankvís til mín.

Að lokum tjáði hann mér að hann langaði í lítinn bróður vegna þess að þá gætu þau krakkarnir fengið 3ja hæða koju!!!

5 comments:

katrín.is said...

snúðurinn:)

Ebba said...

Mjög rökrétt!

Sunna said...

Nú er bara umm að gera að fara vinna í því þriðja... Ella er búin að tilkynna mér að hún geti hjálpað til með uppeldið á því, að baða, mata, skipta á og svæfa. Því að lítil börn eru ALVEG eins og dúkkurnar hennar!
c",)

HeLP said...

Sætt!
Sindri er greinilega trúr sinni!! Og rökhugsunina vantar ekki ;)

LindaKrissó said...

Sindri Dagur er fyndinn gaur :-)Það er nú bara jákvætt hvað hann er góður drengur sem hefur hug á að gifta sig.

"Litli bróðir" er samt ekki á dagskrá eins og er. En vinir okkar eiga von á einum litlum snúlla sem Sindri Dagur getur örugglega passað upp á ef hann langar til að leika stóra bró!