Það er ekki þannig að það sé aldrei neitt að gera hjá okkur hérna á Vidargatan. Þvert á móti. Það er eiginlega þannig að yfirbloggarinn hefur of mikið að gera og er alla jafna of þreyttur til að geta skrifað eitthvað skemmtilegt.
En það er yfirleitt jákvætt að hafa mikið að gera :-)
Ég veit ekki hvort ég á að segja mikið um vinnuna. Hún er ágæt og ég vinn með fínu fólki. Maður sér glögglega hvað það er mikill munur á því að vinna á litlum vinnustað vs. stórum. Kostir og gallar við bæði að sjálfsögðu.
Við fullorðna fólkið erum búin að bregða okkur út að kvöldi til og saman nokkrum sinnum. Fyrst var það þegar Ella fór í sleepover til Júlíu og SDS var á Íslandi. Þá skelltum við okkur á barrölt með nokkrum vinum sem var mjög kósí. Næsta barmarkmið verður að heimsækja Vimmel og smakka Passionfruit Mojito.
Við hjón fórum síðan á nýjustu Moodyson myndina, Mammut, þegar mamma og pabbi vorum hérna. Fín mynd en á sama tíma ekki mikil "feel good" mynd. Ég upplifði hana sem netta ádeilu á það sem drífur fólk áfram almennt. Persónurnar í myndinni höfðu tilgang í lífinu sem þykir mjög réttlætanlegur á hverjum stað fyrir sig - nb réttlætanlegur en ekki réttur. En samt var allt í köku. Allir vildu vel en samt varð allt öfugt.
Um síðustu helgi voru Kiddi og Ebba svo góð að passa fyrir okkur meðan við fórum á árshátíð Íslendingafélagsins. Úr varð hið besta kvöld. Þrefalt húrra fyrir skipuleggjendunum.
Sindri Dagur fór til Íslands í 10 daga en varð eins og flestir vita svo óheppinn að fá hlaupabólu þar. Hann var þrátt fyrir það mjög ánægður með dvölina þar og saknaði allra svo mikið að hann grét nokkur kvöld eftir að hann kom heim. :´-(
Eftir að hann náði sér upp úr pestinni er hann hins vegar glaður og kátur. Hann fór á tónleika með bekknum sínum í konserthuset í gær og í dag "Crazy Hair Day" í skólanum. Hann fór bara með glimmer í hárinu og þótti íhaldssamur miðað við hina krakkana og kennarana!
Ella saknaði brósa óskaplega meðan að hann var á Íslandi. Hún fékk m.a. höfuðverk sem gat ekki læknast án þess að brósi kæmi tilbaka. Dramadrottning???
2 comments:
Mér líst mjög vel á passionfruit mojito :)
Alltaf gaman að sjá og heyra hvað þið eruð að bardúsa í Svíþjóð!
Við skellum okkur á svoleiðis þegar þú mætir á svæðið!
Post a Comment