Monday, December 01, 2008
Við erum enn á lífi!
Mikill bloggleiði hefur einkennt mig undanfarið. Lífið er ekki jafn skemmtilegt í kreppu. Mér finnst eins og að lífið snúist nær eingöngu um að spara og að reyna að skilja hið óskiljanlega sem er staðan á Íslandi. Hvernig gat fallið verið svona mikið?
Nóvember leið í einhverri móðu og við höfðum alltaf nóg að gera. Sindri Dagur öppgreidaði skautana sína og á sama tíma erfði Ella hans skauta. Á myndina má sjá börnin með pabba Sindra á skautum. Á morgunn er SDS á leið á skauta með skólanum og hlakkar mikið til. Bellan mín fékk hins vegar hita á leiðinni heim frá Madeira og verður heima. Það var nú ekki alveg jafn gaman en við vonum hið besta.
Aðventan hefur hafið innreið sína í Svíþjóð með tilheyrandi jólaskrauti sem er uppörvandi á þessum síðustu og verstu. Á Vidargatan höfum við byrjað að kveikja á dagakerti og aðventukransinn er kominn fram. Ella hefur borið fram ósk um að bakaðar verði piparkökur, smákökur og mjólkurlaus súkkulaðiterta í desember. Síðan á að föndra kort - ekki þó jólakort heldur afmæliskort handa Sunnunni hennar.
Lucia verður eftir 2 vikur og Ella er búin að æfa söngvana ein á Madeira. Allir fengu að heyra Santa Lucia, Bjällerklang, Hur kan ett ljus lysa så klart? og jólasveinasöngva á sænsku. Hún ætlar að verða tärna :-) Svo spennandi!
No comments:
Post a Comment