Mitt í skólahamagangnum kemur júróvisjón. Þar sem þetta er stór atburður bæði hjá Svíum og Íslendingum er vert að eyða nokkrum orðum í hann.
Ég fór í forkeppnispartí á fimmtudaginn þar sem saman voru komnir nokkrir Íslendingar. Við vorum frekar svartsýn á að okkar maður kæmist áfram. Svalur var hann og söng vel en lagið einhvern veginn ekki nógu sterkt. Einn var þó sýni MJÖG svekktur eftir að ljóst var að við komumst ekki áfram. Í dag var ég hins vegar að lesa að Eiríkur var alls ekki langt frá því að komast áfram. Gott hjá honum. Ég er að minnsta kosti nokkuð sátt.
Fyrir Svía kepptu gleðirokkararnir Ark. Þeir eru mjög vinsælir hér í Svíþjóð og ég er bara alveg að fíla þá þessa dagana. Þeir eru svo hressandi eitthvað. Krakkarnir fengu að vaka og horfa á þá og þeim fannst þeir æðislegir og dönsuðu hressilega við lagið.
Annars kom mér ekki á óvart hverjir kepptust um sigurinn. Serbneska gellan söng bara vel og Tyrkland + Úkraína voru stuðlög. Og koma svo:
sieben, sieben, ein zwei drei....
No comments:
Post a Comment