Saturday, July 15, 2006

6 dagar í flutninga


Í dag er ég stressuð. 6 dagar í flutninga og mér finnst frágangurinn á íbúðinni ekki ganga nógu hratt.

Sindri Dagur var síðasta daginn á Stakkaborg í gær. Það er með smá eftirsjá sem við kveðjum leikskólann hans Sindra Dags til rúmlega 2ja ára. Þar hafa góðar konur hugsað vel um hann og þar á hann góða vini. Hrós dagsins fer til ´barnanna minna fyrir að vera svo dugleg þessa skrítnu daga þar sem allt er að hverfa úr íbúðinni og það er mikið að gera hjá ma&pa.

1 comment:

Anonymous said...

Góða ferð!!

Mér finnst frekar leiðinlegt að geta ekki kvatt ykkur almennilega. En það er ekkert sem heitir ... ég kem í heimsókn von bráðar.