Sunday, January 29, 2006

Munich

Í gærkvöldi skellti ég mér á bíó með Fríðu vinkonu. Fyrir valinu varð Munich, nýjasta stórvirki Spielbergs.

Myndin er í lengra lagi en hélt mér engu að síður spenntri allan tímann. Þetta er svo sannarlega ekki "feel good" mynd en engu að síður mynd sem fær mann til að hugsa mjög mikið og spyrja sjálfan sig spurninga.

Án þess að segja of mikið um söguþráðinn fjallar þetta um eftirleik þess er Svarti September myrti 11 Ísraelska íþróttamenn á Ólympíuleikunum í Munchen árið 1972. Þetta fjallar um viðhorf tveggja þjóða sem þrá ekkert heitar en að eiga sér föðurland. Þetta fjallar um máttleysið til að leysa vandann. 24 árum eftir harmleikinn í Munchen er í raun ekkert breytt milli Ísraela og Palestínumanna. Ótrúlegur fjöldi manna hefur látið lífið, bæði Ísraelar og Palestínumenn. Og endalaust eru menn að hefna síðasta atburðar, morðs eða hryðjuverks.

"Hvenær tekur illskan enda?" mundi ég segja að sé þema myndarinnar.

Svo sem spurning sem maður hefur stundum spurt sjálfan sig síðustu ár. Er engin leið til að allir geti verið vinir?

No comments: