28. desember er runninn upp. Síðustu dagar hafa verið strangir hvað boð og böll varðar. Allt saman ákaflega skemmtilegt...
Hins vegar er leiðinlegra að þurfa að vera með tandurhrein og straujuð spariföt á takteinunum á hverjum degi fyrir 2 unga krakka og mig. Og enn leiðinlegra að vera boðin í mörg boð á sama tíma og þurfa að særa einhvern með því að sleppa að koma. Það er bókstaflega raunin með okkur einn hátíðardaginn - á hverju ári! Og á hverju ári nær sá sem við mætum ekki hjá að túlka "Nei, við komumst ekki" í eitthvað annað og gera okkur að alræmdum svikurum!!! Uss og sveiattan. Eins og okkur beri skylda til að mæta no matter what út um allan bæ. Skilgreining allra á orðinu boð er greinilega ekki sú sama.
Ég vil hins vegar nota tækifærið og þakka öllum sem sendu okkur jólakort í ár. Þau hanga öll uppi í stofunni hjá okkur, eru hvert öðru skemmtilegra og ilja mér og mínum um hjartaræturnar.
Kort ársins er vafalaust af honum Adda kisa frá langsokksfólki. Allir fjölskyldumeðlimir voru glaðir í hjarta við að skoða það. Enda líka eina kisumyndin! Samkeppnin hefði nú orðið harðari ef að Fríða hefði sent myndir af hestinum sínum eins og hún hafði ætlað sér. Kannski það hafi verið meira svona langtímaplan???
Svo er alltaf frábært að fá brúðkaupsmyndir og barnamyndir frá góðu fólki. Frá Ágústu og Jóa var um bæði að ræða þar sem þau afrekuðu að gifta sig og eignast frumburðinn á árinu.
Eftir tæpar 2 klst. á hún María vinkona mín og jólabarn afmæli. Vil nota tækifærið og óska henni til hamingju með 28 ára afmælið. Það er sannarlega farið að styttast í þrítugsafmælin! JIBBÝJEI
Lindaló sem er þegar búin að eignast babyborn barnabarn og nöfnu! Geri aðrir betur.
1 comment:
Heyrðu! Ég fór að skoða merina en gleymdi myndavélinni. Heldurðu að það sé nú ...
Ég held að því miður þá verði engin jólakort í ár frá mér. Kem bara sterk inn næsta ár ;)
Gleðilega hátíð!
Post a Comment