Monday, December 20, 2010
Á safni í Linköping
Í lok ágúst fórum við til Vimmerby (Astrid Lindgrens värld) með góðum vinum. Á leiðinni heim fórum við á þetta líka skemmtilega safn í Linköping. Hérna eru krakkarnir að leika í vindi. Töff.
Monday, November 08, 2010
S og E á Ölandi
Það er aldeilis orðið langt síðan ég setti inn myndir. Þessi er tekin í sumarfríinu okkar á Öland í Borgholms kastalarústunum.
Monday, June 21, 2010
Leikskólaútskrift
Fyrsta útskriftin hennar Ellu er að baki en hún útskrifaðist af Kejsarkronans förskola, Skattkammaren. Bráðum þurfum við að kveðja leikskólann sem við erum búin að heimsækja nær daglega í 4 ár. Tregablandið!
6 ára afmæli Elínar Lilju
Elín Lilja hélt upp á afmælið sitt fyrir jafnaldra sína úr leikskólanum, Jennifer og Filippu. Þetta var kökuafmæli með leikjum og Pinata og afmælisbarnið var sátt við daginn.
Wednesday, June 16, 2010
Maj brasa
Síðasta dag aprílmánaðar er vaninn að kveikja bál í Stokkhólmi. Valborgarmessa heitir hátíðin :-)
Hérna eru Ella og vinkona hennar við eldinn.
Kettlingarnir
Við fengum kettlinga í pössun í síðustu viku. Þeir eru 6 vikna beibís og hafa sannarlega lífgað upp á tilveruna hérna á Vidargatan.
Myndin er af Litlu-Doxie, Nasa og Eldingu.
Símamyndir
Jæja, það er langt frá síðasta bloggi og ýmislegt hefur verið í gangi.
Í þetta skiptið koma bara nokkrar myndir úr símanum en vonandi fljótlega fleiri og betri myndir úr myndavélinni.
Fyrsta myndin er af Ellu sem hljóp hetjulega heila 1080m í Minimarathon 6/6. Bróðir hennar gerði slíkt hið sama í fylgd tryggra vina en almennilegar myndir af honum við tækifærið er bara að finna á hinni myndavélinni.
Sunday, April 25, 2010
Fyrsti leikur sumars hjá Sindra Degi
Fyrsti leikur sumarsins hjá SDS var í dag. Drengirnir spiluðu á móti liði frá Lidingö og SDS spreytti sig á því að vera í marki. Hann var mjög stoltur að því að hafa varið aukaspyrnu. Það dugði þó ekki til vegna þess að andstæðingarnir unnu með 5 mörkum gegn 3. Það sem skiptir þó mestu máli er að Sindri Dagur var sáttur. Þeir gerðu sitt besta og voru mun betri en síðasta haust að hans mati. Hefðu getað unnið ef heppnin hefði verið þeim hliðholl.